Orkurisinn Equinor leiðir fjögurra milljarða fjárfestingu í CRI
![Björk Kristjánsdóttir, sem tók við starfi forstjóra CRI á liðnu ári, hefur sagt að einn „stærsti áfangi í sögu félagsins“ hafi náðst í fyrra þegar ný verksmiðja sem keyrir á ETL-tækni tók til starfa í austurhluta Kína.](https://www.visir.is/i/5CB37ECDB60580A1F405678BEBB078B5CCD2856690E4FB8E213847E2BEF01C49_713x0.jpg)
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá.