Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 10:24 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær: Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær:
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira