Raforkuþurrð eða léleg forgangsröðun? Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 21. júní 2023 13:00 „Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Orkumál Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar