Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:01 Stuðningsmenn West Ham sjást hér fagna eftir sigur liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Getty West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu. Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu.
Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01
Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01