Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:01 Stuðningsmenn West Ham sjást hér fagna eftir sigur liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Getty West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu. Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu.
Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01
Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01