Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 11:46 Þessi mynd var tekin á sunnudaginn, skömmu áður en Títan hvarf. Þarna var verið að undirbúa kafbátinn fyrir fyrstu ferðina að flaki Titanic þetta árið. AP/Action Aviation Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna. Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna.
Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48