„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 17:00 FH hélt áfram sínu frábæra gengi með sigri gegn ÍBV á miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira