Sumarið kemur og fer en það er alltaf von Bragi Bjarnason skrifar 24. júní 2023 06:01 Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun