Fyrsti sigur Heimis með Jamaíka í höfn og hann var af glæsilegri gerðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Heimir Hallgrimsson stýrði Jamaíka til sigurs í nótt og með því er liðið í lykilstöðu að komast í átta liða úrslitin. Getty/Elsa Heimir Hallgrímsson stýrði landsliði Jamaíka til sigurs í fyrsta sinn í nótt þegar liðið vann frábæran 4-1 sigur á Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem fer fram í Bandaríkjunum. Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira