Stjórnvöld eru ekki hafin yfir lög Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun