Mikil breyting á gjaldskyldu í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2023 22:04 Rakel Elíasdóttir er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Vísir/Einar Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt. Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt.
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40