Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:46 Anna Björk Kristjánsdóttir hefur beðið lengi eftir sæti í íslenska landsliðinu á nýjan leik. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira