Húsasmiðjan fyrsta rekjanleikavottaða byggingavörukeðjan á Íslandi Húsasmiðjan 7. júlí 2023 09:53 „Það er mjög mikilvægt fyrir Húsasmiðjuna að fá FSC vottun, þar sem við getum núna tryggt rekjanleika timbursins allt frá framleiðanda til viðskiptavinarins,“ segir Emilía Borþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Húsasmiðjan hefur hlotið FSC og PEFC rekjanleikavottun fyrir sölu á timbri fyrir umhverfisvottuð verkefni og er fyrsta byggingavörukeðjan á Íslandi með slíka vottun. FSC (Forest Stewardship Council) og PEFC (Programme for the Endorsement of Forest Certification) eru alþjóðleg vottunarkerfi sem tryggja sjálfbærni og rekjanleika timburs fyrir vistvæn byggingaverkefni og er Húsasmiðjan er nú formlega vottaður söluaðili. Vottað timbur er skilyrði í flestar vistvænar byggingaframkvæmdir. FSC og PEFC vottanir eru ekki rekin í hagnaðarskyni og tryggja að timbrið komi úr sjálfbærum skógum sem haldið er við með plöntun fleiri trjáa en þeirra sem nýtt eru t.d. sem byggingarefni. FSC og PEFC vottanir vernda líf og vistkerfi skóga sem og samfélagsins í heild. Þannig er tryggt m.a. að hugað sé að réttindum, þjálfun, launakjörum og öryggi starfsfólks sem starfar við nýtingu og ræktun skógana. „Það er mjög mikilvægt fyrir Húsasmiðjuna að fá FSC vottun, þar sem við getum núna tryggt rekjanleika timbursins allt frá framleiðanda til viðskiptavinarins. Árið 2003 var tekin sú ákvörðun að beina viðskiptum okkar frekar til framleiðenda með FSC og PEFC vottun á timbri. Við höfum því í mörg ár nánast eingöngu selt timbur frá vottuðum framleiðendum. Við vildum stíga skrefið til fulls með vottun sem söluaðili og tryggja þannig viðskiptavinum rekjanleika alla leið fyrir byggingaverkefni fyrst byggingavörukeðja á Íslandi,” segir Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Nánari upplýsingar veitir Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis-og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Sími: 525-3000 og í tölvupóstinum emilia@husa.is. Umhverfismál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
FSC (Forest Stewardship Council) og PEFC (Programme for the Endorsement of Forest Certification) eru alþjóðleg vottunarkerfi sem tryggja sjálfbærni og rekjanleika timburs fyrir vistvæn byggingaverkefni og er Húsasmiðjan er nú formlega vottaður söluaðili. Vottað timbur er skilyrði í flestar vistvænar byggingaframkvæmdir. FSC og PEFC vottanir eru ekki rekin í hagnaðarskyni og tryggja að timbrið komi úr sjálfbærum skógum sem haldið er við með plöntun fleiri trjáa en þeirra sem nýtt eru t.d. sem byggingarefni. FSC og PEFC vottanir vernda líf og vistkerfi skóga sem og samfélagsins í heild. Þannig er tryggt m.a. að hugað sé að réttindum, þjálfun, launakjörum og öryggi starfsfólks sem starfar við nýtingu og ræktun skógana. „Það er mjög mikilvægt fyrir Húsasmiðjuna að fá FSC vottun, þar sem við getum núna tryggt rekjanleika timbursins allt frá framleiðanda til viðskiptavinarins. Árið 2003 var tekin sú ákvörðun að beina viðskiptum okkar frekar til framleiðenda með FSC og PEFC vottun á timbri. Við höfum því í mörg ár nánast eingöngu selt timbur frá vottuðum framleiðendum. Við vildum stíga skrefið til fulls með vottun sem söluaðili og tryggja þannig viðskiptavinum rekjanleika alla leið fyrir byggingaverkefni fyrst byggingavörukeðja á Íslandi,” segir Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Nánari upplýsingar veitir Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis-og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni. Sími: 525-3000 og í tölvupóstinum emilia@husa.is.
Umhverfismál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira