Bein úr Gísla sjálfum var skrúfað í öxlina á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 10:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur um í fatla og er verkjaður en hann kvartar ekki. Vísir/Sigurjón Íslenski landsliðsmaðurinn, Gísli Þorgeir Kristjánsson, gekkst nýverið undir mikla axlaraðgerð í Sviss. Bein var fjarlægt úr honum, komið fyrir í öxlinni og hann vonast til þess að verða loksins heill. Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í fjórða sinn í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Hann var síðan mættur til leiks daginn eftir í úrslitaleikinn sjálfan gegn Kielce og var að lokum valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar þegar Magdeburg vann keppnina. Gísli þurfti samt að fara í aðgerð og er nú kominn heim til Íslands til að jafna sig eftir hana. Stefán Árni Pálsson hitti Gísla og ræddi við hann um aðgerðina. „Aðgerðin gekk gríðarlega vel. Hún lukkaðist vel og allt gott að frétta úr henni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson en hvað er gert í svona aðgerð? „Það var sagað bein einhvers staðar úr líkamanum mínum og það var fært yfir í öxlina. Það er verið að byggja upp meiri stöðugleika í öxlinni með því að skrúfa það bein við. Þetta heitir latta C aðgerð ef það hjálpar eitthvað. Í stuttu máli var verið að búa til meiri stöðugleika í öxlinni,“ sagði Gísli Þorgeir. Á öxlin þá að vera enn betri en hún var áður en hann lenti í þessum meiðslum? „Það er pælingin að ég eigi með þessari aðgerð að hætta að detta svona úr lið. Þetta á að hindra það að það komi fyrir aftur, 7, 9, 13,“ sagði Gísli og brosti. En hvernig líður honum núna nokkrum dögum eftir aðgerðina. „Mér líður bara nokkuð vel. Ég er ágætlega verkjaður en yfir heildina litið og ef ég miða þetta við öll hin skiptin þá líður mér í raun mjög vel,“ sagði Gísli en það sjá þennan hluta viðtalsins hér fyrir neðan. Nánar verður rætt við Gísla Þorgeir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Klippa: Gísli Þorgeir um aðgerðina sem hann fór í Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í fjórða sinn í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Hann var síðan mættur til leiks daginn eftir í úrslitaleikinn sjálfan gegn Kielce og var að lokum valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar þegar Magdeburg vann keppnina. Gísli þurfti samt að fara í aðgerð og er nú kominn heim til Íslands til að jafna sig eftir hana. Stefán Árni Pálsson hitti Gísla og ræddi við hann um aðgerðina. „Aðgerðin gekk gríðarlega vel. Hún lukkaðist vel og allt gott að frétta úr henni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson en hvað er gert í svona aðgerð? „Það var sagað bein einhvers staðar úr líkamanum mínum og það var fært yfir í öxlina. Það er verið að byggja upp meiri stöðugleika í öxlinni með því að skrúfa það bein við. Þetta heitir latta C aðgerð ef það hjálpar eitthvað. Í stuttu máli var verið að búa til meiri stöðugleika í öxlinni,“ sagði Gísli Þorgeir. Á öxlin þá að vera enn betri en hún var áður en hann lenti í þessum meiðslum? „Það er pælingin að ég eigi með þessari aðgerð að hætta að detta svona úr lið. Þetta á að hindra það að það komi fyrir aftur, 7, 9, 13,“ sagði Gísli og brosti. En hvernig líður honum núna nokkrum dögum eftir aðgerðina. „Mér líður bara nokkuð vel. Ég er ágætlega verkjaður en yfir heildina litið og ef ég miða þetta við öll hin skiptin þá líður mér í raun mjög vel,“ sagði Gísli en það sjá þennan hluta viðtalsins hér fyrir neðan. Nánar verður rætt við Gísla Þorgeir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Klippa: Gísli Þorgeir um aðgerðina sem hann fór í
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira