Sjáðu mörkin tólf sem komu Blikum áfram: Hitað upp fyrir beina frá Dublin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:47 Blikar fagna marki Jasons Daða Svanþórssonar á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mæta í kvöld írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira