Háskólaþjálfari rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 12:30 Pat Fitzgerald hafði verið þjálfari Northwestern Wildcats liðsins síðan árið 2006. Vísir/Getty Þjálfari Northwestern Wildcats í ameríska háskólafótboltanum hefur verið rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu sem viðgekkst hjá liðinu. Leikmenn sem gerðu mistök á vellinum var refsað af samherjum sínum. Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans. Háskólabolti NCAA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjá meira
Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans.
Háskólabolti NCAA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjá meira