„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. júlí 2023 21:28 Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga. vísir/arnar Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. „Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“ Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“
Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira