Fyrrum olíuforstjóri veitir ómetanlega innsýn inn í heim spillingar og óheilbrigðra viðskiptahátta Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. júlí 2023 07:02 Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum. Mér hefur alltaf fundist áhugaverðara það sem fólk kýs ekki að segja, frekar en að hlusta á það sem það kýs að segja. Hvað er það sem hann kýs að halda utan við frásögn sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum. Hann kýs að halda því utan við frásögn sína að fyrirtækið sem hann veitti forstöðu var í raun ógjaldfært á þessum tíma og fór seinna í nauðarsamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Það hefði líklega þýtt að Statoil hefði þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á félagið. Er ekki líklegt að vel rekið fyrirtæki eins og Statoil hafi haft það til hliðsjónar við ákvörðun sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar. Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki. Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bensín og olía Noregur Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum. Mér hefur alltaf fundist áhugaverðara það sem fólk kýs ekki að segja, frekar en að hlusta á það sem það kýs að segja. Hvað er það sem hann kýs að halda utan við frásögn sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum. Hann kýs að halda því utan við frásögn sína að fyrirtækið sem hann veitti forstöðu var í raun ógjaldfært á þessum tíma og fór seinna í nauðarsamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Það hefði líklega þýtt að Statoil hefði þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á félagið. Er ekki líklegt að vel rekið fyrirtæki eins og Statoil hafi haft það til hliðsjónar við ákvörðun sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar. Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki. Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun