UEFA vill halda umhverfisvænt EM og biður landslið að fljúga ekki Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Evrópumótið fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Vísir/Getty Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi næsta sumar og UEFA er á fullu í undirbúningi fyrir mótið. Sambandið ætlar sér að halda umhverfisvænt mót og hefur biðlað til þátttökuþjóða að hjálpa til. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“ EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“
EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira