Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. júlí 2023 14:02 Þó Vigdísarvallavegur hafi verið opnaður í morgun er engin stikuð leið frá honum að eldgosinu. Það er því erfiðara og hættulegra að ganga þaðan. Vísir/Arnar Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir að mikið sé búið að fjalla um opnun nýrrar leiðar að eldgosinu í kjölfar frétta af því að Vigdísarvallavegur var opnaður í morgun. Það sé hins vegar ekki rétt að það sé komin ný gönguleið. „Þessi nýja vending sem varð í morgun að Vigdísarvallarvegur var opnaður varð til þess að allur fréttaflutningur er eðlilega um að Vigdísarvallaleið sé opnuð. Ný leið að eldgosinu. Það er ekki,“ segir Hjördís. Vegurinn opnaður að nýju Vigdísarvallavegur hefur verið lokaður frá því í jarðhræringunum fyrir eldgosið. Nú hefur lögreglan opnað hann á ný en Hjördís segir að það sé ekki búið að opna neina gönguleið frá honum. „Það sem gerist er að lögreglustjórinn á svæðinu metur það svo að Vigdísarvallarvegur verði opnaður.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum tjáði Vísi að vegurinn hefði verði opnaður. Fólk væri hins vegar þar á eigin ábyrgð, engin stikuð leið væri að gosinu og engir viðbragðsaðilar. „Vegurinn er búinn að vera lokaður frá því það hrundi á veginn í jarðhræringum. Þá var hann lokaður vegna hættu. Lögreglustjórinn tók ákvörðun um að loka honum en Vegagerðin sá um framkvæmdina. Síðan kom eldgos og þá var talinn hætta á umferð þarna á svæðinu,“ segir Hjördís. „Nú er það metið þannig að þau vilja opna veginn af því það er fullt af fólki sem notar veginn til útivista.“ „Það er eins og það sé ný leið en það er vegurinn sem er verið að opna. Það er ekki verið að opna nýja gönguleið, það er engin stikuð leið og það er miklu meiri hætta fyrir göngufólk að fara þá leið.“ Biðla til fólks að ganga Meradalaleið Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi heldur ganga Meradalaleið sem sé miklu öruggari og betri. Sú leið er um tuttugu kílómetrar fram og til baka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem talað hefur fyrir því að fundin verði styttri gönguleið fyrir fólk að gosinu. Nefndi Guðrún Vigdísarvelli sem möguleika á dögunum því þaðan væru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu, en ekki tíu. Gangan úr Meradölum er lengri en aftur á móti þægilegri yfirferðar. „Við vildum biðla til fólks að fara hina leiðina af því þar eru bílastæði, vegur, björgunarsveitir, lögregla, klósett og allt sem þarf til þess að halda utan um þetta,“ segir Hjördís. Að sögn björgunarsveitarmanna er mikið um að ferðamenn séu illa útbúnir og illa upplýstir um elgdosið við gosstöðvarnar. Þessar stöllur virðast þó viðbúnar öllu.Vísir/Vilhelm „Björgunarsveitin er með statistík yfir hversu miklu færri útköll voru vegna ökklabrota og meiðsla eftir að leiðin var stikuð á sínum tíma. Núna sjáum við fyrir okkur útköll og annað þar sem fólk metur það svo að það geti farið þessa leið af því hún er styttri. Hún er styttri í loftlínu en hin leiðin er mun betri.“ „Við biðlum líka til ferðaþjónustuaðila að velja hina leiðina. Vegurinn sjálfur tekur ekki rútur, hann hefur enga burði til að taka á móti mikill umferð,“ segir Hjördís að lokum. Vigdísarvallavegur var opnaður í dag. Leiðin þaðan að eldgosinu er þó ekki stikuð og því er mælt gegn því að fólk fari hana. Hér má sjá kort af veginum og Litla-Hrúti.vísir Lélegt samband og bannað að leggja á grasflatir Lögreglan á Suðurnesjum birti tilkynningu rétt fyrir fimm síðdegis. Þar segir að Vigdísarvallavegur henti ekki fólksbílum, þar sé lítið gsm-samband og víðast hvar ekki Tetra-samband. Þá segir einnig að mönnum sé frjáls för um veginn en „þeir sem aka veginn sjá að þar finnast fá bílastæði og bannað er að leggja bílum á grasflötum til að mynda á Vigdísarvöllum.“ Einnig er tekið fram að engar skipulagðar gönguleiðir liggi frá veginum eins og hafði áður komið fram. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu lögreglunnar klukkan 16:50. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19. júlí 2023 09:46 Mesti mosabruni frá upphafi skráninga Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi. 18. júlí 2023 07:15 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir að mikið sé búið að fjalla um opnun nýrrar leiðar að eldgosinu í kjölfar frétta af því að Vigdísarvallavegur var opnaður í morgun. Það sé hins vegar ekki rétt að það sé komin ný gönguleið. „Þessi nýja vending sem varð í morgun að Vigdísarvallarvegur var opnaður varð til þess að allur fréttaflutningur er eðlilega um að Vigdísarvallaleið sé opnuð. Ný leið að eldgosinu. Það er ekki,“ segir Hjördís. Vegurinn opnaður að nýju Vigdísarvallavegur hefur verið lokaður frá því í jarðhræringunum fyrir eldgosið. Nú hefur lögreglan opnað hann á ný en Hjördís segir að það sé ekki búið að opna neina gönguleið frá honum. „Það sem gerist er að lögreglustjórinn á svæðinu metur það svo að Vigdísarvallarvegur verði opnaður.“ Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum tjáði Vísi að vegurinn hefði verði opnaður. Fólk væri hins vegar þar á eigin ábyrgð, engin stikuð leið væri að gosinu og engir viðbragðsaðilar. „Vegurinn er búinn að vera lokaður frá því það hrundi á veginn í jarðhræringum. Þá var hann lokaður vegna hættu. Lögreglustjórinn tók ákvörðun um að loka honum en Vegagerðin sá um framkvæmdina. Síðan kom eldgos og þá var talinn hætta á umferð þarna á svæðinu,“ segir Hjördís. „Nú er það metið þannig að þau vilja opna veginn af því það er fullt af fólki sem notar veginn til útivista.“ „Það er eins og það sé ný leið en það er vegurinn sem er verið að opna. Það er ekki verið að opna nýja gönguleið, það er engin stikuð leið og það er miklu meiri hætta fyrir göngufólk að fara þá leið.“ Biðla til fólks að ganga Meradalaleið Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi heldur ganga Meradalaleið sem sé miklu öruggari og betri. Sú leið er um tuttugu kílómetrar fram og til baka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem talað hefur fyrir því að fundin verði styttri gönguleið fyrir fólk að gosinu. Nefndi Guðrún Vigdísarvelli sem möguleika á dögunum því þaðan væru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu, en ekki tíu. Gangan úr Meradölum er lengri en aftur á móti þægilegri yfirferðar. „Við vildum biðla til fólks að fara hina leiðina af því þar eru bílastæði, vegur, björgunarsveitir, lögregla, klósett og allt sem þarf til þess að halda utan um þetta,“ segir Hjördís. Að sögn björgunarsveitarmanna er mikið um að ferðamenn séu illa útbúnir og illa upplýstir um elgdosið við gosstöðvarnar. Þessar stöllur virðast þó viðbúnar öllu.Vísir/Vilhelm „Björgunarsveitin er með statistík yfir hversu miklu færri útköll voru vegna ökklabrota og meiðsla eftir að leiðin var stikuð á sínum tíma. Núna sjáum við fyrir okkur útköll og annað þar sem fólk metur það svo að það geti farið þessa leið af því hún er styttri. Hún er styttri í loftlínu en hin leiðin er mun betri.“ „Við biðlum líka til ferðaþjónustuaðila að velja hina leiðina. Vegurinn sjálfur tekur ekki rútur, hann hefur enga burði til að taka á móti mikill umferð,“ segir Hjördís að lokum. Vigdísarvallavegur var opnaður í dag. Leiðin þaðan að eldgosinu er þó ekki stikuð og því er mælt gegn því að fólk fari hana. Hér má sjá kort af veginum og Litla-Hrúti.vísir Lélegt samband og bannað að leggja á grasflatir Lögreglan á Suðurnesjum birti tilkynningu rétt fyrir fimm síðdegis. Þar segir að Vigdísarvallavegur henti ekki fólksbílum, þar sé lítið gsm-samband og víðast hvar ekki Tetra-samband. Þá segir einnig að mönnum sé frjáls för um veginn en „þeir sem aka veginn sjá að þar finnast fá bílastæði og bannað er að leggja bílum á grasflötum til að mynda á Vigdísarvöllum.“ Einnig er tekið fram að engar skipulagðar gönguleiðir liggi frá veginum eins og hafði áður komið fram. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu lögreglunnar klukkan 16:50.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19. júlí 2023 09:46 Mesti mosabruni frá upphafi skráninga Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi. 18. júlí 2023 07:15 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56
Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19. júlí 2023 09:46
Mesti mosabruni frá upphafi skráninga Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi. 18. júlí 2023 07:15