„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 12:00 Orri Steinn kveðst ekkert yfir sig hrifinn af því að mæta föður sínum. Vísir Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira