„Hún var nógu klikkuð til að segja já“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 10:07 Hulk Hogan fór á skeljarnar og spurði Sky Daily um að giftast sér. Um er að ræða þriðju trúlofun glímukappans. Instagram Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan og jógakennarinn Sky Daily eru nú trúlofuð en rúmt ár er síðan þau byrjuðu saman. Hogan bar upp spurninguna á veitingastað í borginni Tampa í Flórída í Bandaríkjunum en um er að ræða þriðju trúlofun glímukappans. „Hún var nógu klikkuð til að segja já,“ sagði Hogan er hann tilkynnti um trúlofunina í brúðkaupi hjá vinum sínum sem fram fór í Tampa um helgina. Hann þakkaði brúðhjónunum fyrir að koma sér aftur í samband við unnustu sína en þau hittust í fyrsta skipti í partíi fyrir rúmu ári síðan. Hogan, sem er 69 ára gamall, segir í samtali við TMZ að hann hafi verið stressaður fyrir því að biðja Daily um að giftast sér. Einnig segir hann að Daily eigi þrjú börn og að hann elski þau öll. Sjálfur á Hogan tvö börn úr fyrsta hjónabandi sínu. Þá sagði Hogan í hlaðvarpinu This Past Weekend sem kom út í gær að hann hefði hætt að drekka áfengi til að styrkja samband sitt og jógakennarans. Þau hafi bæði elskað að drekka saman á árum áður en sá tími væri liðinn núna. Sem fyrr segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem Hogan trúlofar sig. Hann var giftur Lindu Hogan á árunum 1983 til 2009 og eignaðist með henni börnin tvö. Linda gaf út ævisögu árið 2011 þar sem hún hélt því fram að Hogan hafi beitt hana ofbeldi. Hann þvertók fyrir það og stefndi henni fyrir meiðyrði. Hogan var svo giftur Jennifer McDaniel ári eftir að hann og Linda skildu. Hjónaband Hogan og McDaniel varði í ellefu ár. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
„Hún var nógu klikkuð til að segja já,“ sagði Hogan er hann tilkynnti um trúlofunina í brúðkaupi hjá vinum sínum sem fram fór í Tampa um helgina. Hann þakkaði brúðhjónunum fyrir að koma sér aftur í samband við unnustu sína en þau hittust í fyrsta skipti í partíi fyrir rúmu ári síðan. Hogan, sem er 69 ára gamall, segir í samtali við TMZ að hann hafi verið stressaður fyrir því að biðja Daily um að giftast sér. Einnig segir hann að Daily eigi þrjú börn og að hann elski þau öll. Sjálfur á Hogan tvö börn úr fyrsta hjónabandi sínu. Þá sagði Hogan í hlaðvarpinu This Past Weekend sem kom út í gær að hann hefði hætt að drekka áfengi til að styrkja samband sitt og jógakennarans. Þau hafi bæði elskað að drekka saman á árum áður en sá tími væri liðinn núna. Sem fyrr segir er þetta ekki í fyrsta skipti sem Hogan trúlofar sig. Hann var giftur Lindu Hogan á árunum 1983 til 2009 og eignaðist með henni börnin tvö. Linda gaf út ævisögu árið 2011 þar sem hún hélt því fram að Hogan hafi beitt hana ofbeldi. Hann þvertók fyrir það og stefndi henni fyrir meiðyrði. Hogan var svo giftur Jennifer McDaniel ári eftir að hann og Linda skildu. Hjónaband Hogan og McDaniel varði í ellefu ár.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira