Verður af meira en 300 milljónum vegna óheppislegs slyss Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 14:15 Hines lenti í býsna óheppilegu slysi sem verður honum dýrkeypt. Getty Nyheim Hines, hlaupari hjá Buffalo Bills í NFL-deildinni, verður að líkindum af nánast öllum launum sínum á komandi leiktíð eftir óheppilegt slys í vikunni. Deila má um hversu mikla ábyrgð hann ber sjálfur á slysinu. Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots. NFL Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira