„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júlí 2023 20:01 Kristján óttast hvað gerist ef sonur hans fær ekki aðstoð. Vísir/Einar Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. Sonur Kristjáns er 23 ára, á einhverfurófi, ADHD, með tourette, er þroskaskertur og glímir auk þess við mikinn fíknivanda. Hann reyndi að fyrirfara sér fyrr í mánuðinum og varð fyrir líkamsárás og innbroti í þrígang og voru í eitt skiptið saumuð 28 spor í andlit hans. Ekki hefur gengið að aðstoða hann á Vogi eða á geðdeild en þar hefur hann dvalið nokkrum sinnum síðasta mánuðinn. „Þetta er góður drengur þega hann er í lagi. Hann er einn af mörgum krökkum í þessari stöðu sem fá enga hjálp,“ segir Kristján sem segir lögreglu og Hafnarfjarðarbæ hafa reynt eftir bestu getu að aðstoða en að það hafi ekki verið nóg. Hann vonast til þess að hann komist í úrræði núna sem henti honum betur. „Ég er langt frá því að segja að hann sé einhver engill. Hann er að verða 23 ára og kennitalan segir það. En hann er svona 12 eða 13 ára og lögreglan staðfestir það,“ segir hann og að lögreglan sé sjálf alveg úrræðalaus þegar kemur að syni hans. Hann hafi oft þurft að leita til Guðmundar Fylkissonar, sem leiti að týndum börnum, en að það sé ekki í boði eftir að hann varð 18 ára. Annars fari lögreglan reglulega með hann á geðdeild. „Lögreglan hefur stutt mig ótal sinnum með þennan dreng og eftir að honum var hent út af geðdeild kom lögreglan honum til bjargar,“ segir hann en sonur hans rataði í fréttir í vikunni en þá var fjallað um mann sem reyndi að stinga vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur. Kristján segist hafa vitað um leið og hann heyrði fréttina að um væri að ræða son hans. „Þegar ég heyrði fréttina, þá vissi ég að þetta væri hann. Mér leið ekki vel með það. Og fyrsta hugsunin var vonandi skaðaði hann engan. Og vonandi skaðaði hann ekki sjálfan sig. Það er það sem mun gerast ef ekkert verður að gert.“ Atvikið var aðeins það seinasta í röð margra á erfiðum vikum í sumar. Kristján segir að bæði hann og móðir drengsins séu ráðalaus og kallar eftir aðstoð. Þau hafi verið í vandræðum með drenginn allt frá unglingsaldri en segir vandamálin hafa byrjað fyrir alvöru þegar hann var tekinn úr Brúarskóla og ekki komið strax í annað úrræði. „Það reyndist ekkert úrræði á endanum og það fór allt í skrúfuna. Fyrsti stuðningsfulltrúinn hans var sá sem kenndi honum að kenna gras,“ segir Kristján. Á ekki heima á Vogi eða geðdeild Spurður hvað hann telji hann þurfa segir Kristján að ekki sé til úrræði á landinu sem virki fyrir son hans. Hann eigi ekki heima á Vogi eða á geðdeild. Það þurfi sérstakt úrræði. „Hann er fatlaður og á töluverðan rétt og auðvitað væri léttara að eiga við þetta ef fíknivandinn væri ekki til staðar. En það dregur úr líkum á því að hann fái alvöru hjálp.“ Kristján segist óttast hvað gerist verði ekkert gert. „Ég sem faðir vona auðvitað að þetta endi vel. Það er alltaf þessi von í hjartanu að hann nái að snúa blaðinu við. Það er verið að vinna í lausn og að hann komist af höfuðborgarsvæðinu í einhvern tíma, en ef ekkert verður gert þá deyr einhver. Ég er ekkert endilega viss um að það verði hann. Hann fer í eitthvað ofsakast og gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum. Eða að hann taki eigið líf. Þetta vitum við og lögreglan en læknarnir, með sitt nám og sérnám, eru á öðru máli,“ segir Kristján og að hann furðist það mjög að syni hans hafi verið vísað af geðdeild vegna hegðunarvandamála. „Má maður ekki vera geðveikur inn á geðveikraspítala?“ spyr Kristján og telur að meira þurfi að vera fyrir fólk inni á geðdeild en að bíða. Það þurfi að vera meiri þjónusta en bara að taka lyf og fara í göngu- eða bíltúr. Vill fá hjálp Kristján segir að sonur hans hafi áhuga á að fá hjálp en hann þurfi tíma og aðstoð. Aðstoðinni þurfi svo að fylgja eftirfylgni sem sé í formi húsnæðis og atvinnu. „Ég held einarðlega að hann vilji hjálp. Hann vill hjálp, en þetta er flókið. Hann er ekki engill enda er það kannski ekki markmiðið. Heldur að hann verði þjóðfélagsþegn sem getur átt rólegaheita gott líf. Fengið vinnu með stuðningi og húsnæði.“ Kristján segir að hann vonist til þess að með því að stíga fram og opna á þeirra mál geri fleiri það. Hann vill að sett sé af stað eitthvað úrræði sem virki og að alvöru fjármagn sé sett í að aðstoða þessi börn og ungmenni í þessari stöðu. „Það er engin lausn. Það þarf að finna lausn og hún þarf að vera til langtíma.“ Geðheilbrigði Landspítalinn Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Hótaði að stinga vegfarendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann. 25. júlí 2023 06:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Sonur Kristjáns er 23 ára, á einhverfurófi, ADHD, með tourette, er þroskaskertur og glímir auk þess við mikinn fíknivanda. Hann reyndi að fyrirfara sér fyrr í mánuðinum og varð fyrir líkamsárás og innbroti í þrígang og voru í eitt skiptið saumuð 28 spor í andlit hans. Ekki hefur gengið að aðstoða hann á Vogi eða á geðdeild en þar hefur hann dvalið nokkrum sinnum síðasta mánuðinn. „Þetta er góður drengur þega hann er í lagi. Hann er einn af mörgum krökkum í þessari stöðu sem fá enga hjálp,“ segir Kristján sem segir lögreglu og Hafnarfjarðarbæ hafa reynt eftir bestu getu að aðstoða en að það hafi ekki verið nóg. Hann vonast til þess að hann komist í úrræði núna sem henti honum betur. „Ég er langt frá því að segja að hann sé einhver engill. Hann er að verða 23 ára og kennitalan segir það. En hann er svona 12 eða 13 ára og lögreglan staðfestir það,“ segir hann og að lögreglan sé sjálf alveg úrræðalaus þegar kemur að syni hans. Hann hafi oft þurft að leita til Guðmundar Fylkissonar, sem leiti að týndum börnum, en að það sé ekki í boði eftir að hann varð 18 ára. Annars fari lögreglan reglulega með hann á geðdeild. „Lögreglan hefur stutt mig ótal sinnum með þennan dreng og eftir að honum var hent út af geðdeild kom lögreglan honum til bjargar,“ segir hann en sonur hans rataði í fréttir í vikunni en þá var fjallað um mann sem reyndi að stinga vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur. Kristján segist hafa vitað um leið og hann heyrði fréttina að um væri að ræða son hans. „Þegar ég heyrði fréttina, þá vissi ég að þetta væri hann. Mér leið ekki vel með það. Og fyrsta hugsunin var vonandi skaðaði hann engan. Og vonandi skaðaði hann ekki sjálfan sig. Það er það sem mun gerast ef ekkert verður að gert.“ Atvikið var aðeins það seinasta í röð margra á erfiðum vikum í sumar. Kristján segir að bæði hann og móðir drengsins séu ráðalaus og kallar eftir aðstoð. Þau hafi verið í vandræðum með drenginn allt frá unglingsaldri en segir vandamálin hafa byrjað fyrir alvöru þegar hann var tekinn úr Brúarskóla og ekki komið strax í annað úrræði. „Það reyndist ekkert úrræði á endanum og það fór allt í skrúfuna. Fyrsti stuðningsfulltrúinn hans var sá sem kenndi honum að kenna gras,“ segir Kristján. Á ekki heima á Vogi eða geðdeild Spurður hvað hann telji hann þurfa segir Kristján að ekki sé til úrræði á landinu sem virki fyrir son hans. Hann eigi ekki heima á Vogi eða á geðdeild. Það þurfi sérstakt úrræði. „Hann er fatlaður og á töluverðan rétt og auðvitað væri léttara að eiga við þetta ef fíknivandinn væri ekki til staðar. En það dregur úr líkum á því að hann fái alvöru hjálp.“ Kristján segist óttast hvað gerist verði ekkert gert. „Ég sem faðir vona auðvitað að þetta endi vel. Það er alltaf þessi von í hjartanu að hann nái að snúa blaðinu við. Það er verið að vinna í lausn og að hann komist af höfuðborgarsvæðinu í einhvern tíma, en ef ekkert verður gert þá deyr einhver. Ég er ekkert endilega viss um að það verði hann. Hann fer í eitthvað ofsakast og gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum. Eða að hann taki eigið líf. Þetta vitum við og lögreglan en læknarnir, með sitt nám og sérnám, eru á öðru máli,“ segir Kristján og að hann furðist það mjög að syni hans hafi verið vísað af geðdeild vegna hegðunarvandamála. „Má maður ekki vera geðveikur inn á geðveikraspítala?“ spyr Kristján og telur að meira þurfi að vera fyrir fólk inni á geðdeild en að bíða. Það þurfi að vera meiri þjónusta en bara að taka lyf og fara í göngu- eða bíltúr. Vill fá hjálp Kristján segir að sonur hans hafi áhuga á að fá hjálp en hann þurfi tíma og aðstoð. Aðstoðinni þurfi svo að fylgja eftirfylgni sem sé í formi húsnæðis og atvinnu. „Ég held einarðlega að hann vilji hjálp. Hann vill hjálp, en þetta er flókið. Hann er ekki engill enda er það kannski ekki markmiðið. Heldur að hann verði þjóðfélagsþegn sem getur átt rólegaheita gott líf. Fengið vinnu með stuðningi og húsnæði.“ Kristján segir að hann vonist til þess að með því að stíga fram og opna á þeirra mál geri fleiri það. Hann vill að sett sé af stað eitthvað úrræði sem virki og að alvöru fjármagn sé sett í að aðstoða þessi börn og ungmenni í þessari stöðu. „Það er engin lausn. Það þarf að finna lausn og hún þarf að vera til langtíma.“
Geðheilbrigði Landspítalinn Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Hótaði að stinga vegfarendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann. 25. júlí 2023 06:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Hótaði að stinga vegfarendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann. 25. júlí 2023 06:21