Mála Dalvíkurbyggð bleika í anda Barbie-æðisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. ágúst 2023 10:38 Auður Ingvarsdóttir, Pétur Guðmundsson og Styrmir Níelsson, nemar í landslagsarkitektúr standa að baki verkefnisins. Auður Ingvarsdóttir Barbie-æðið sem nýlega hefur gert hefur vart við sig um heim allan er svo sannarlega komið til Dalvíkurbyggðar. Íbúar og gestir hafa orðið varir við bleikt skraut og bleika gangstétt víða um Dalvík, Árskógssand og Hauganes. Verkefnið, sem ber nafnið Bæjarrými, er úr smiðju þriggja nemenda í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og er framhald af rannsóknarverkefni sem unnið var árið 2021 af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur landslagsarkitekts sem heitir „Samfélagsmiðlar - Tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða.“ Útgangspunktur verkefnisins er að sögn þeirra að styrkja mannlíf og skapa skemmtilega og áhugaverða áningarstaði fyrir íbúa og ferðamenn á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi. Skreyttur Árskógssandur á sólardegi. Auður Ingvarsdóttir Markmið verkefnisins er að vekja athygli á vannýttum svæðum og rýmum innan þéttbýliskjarnanna í nánu samtali við íbúa. „Þar á meðal með viðhorfskönnun og íbúafundum sem gáfu góða mynd á hvað íbúum finnst aðkallandi og ábótavant í sínu nærumhverfi,“ segir í tilkynningu. Þá hafi til að mynda meirihluta fundist vanta upp á almenningsrými og gróður. Nemendurnir vekja athygli á því að leitast sé við að nota endurnýtanlegt efni frá fyrirtækjum innan sveitarfélagsins til byggingar á. Þá sé skærbleikur mest áberandi í anda hins mikla Barbie æðis sem nú teygir anga sína víða um heim. Áhugasamir geta fylgst áfram með verkefninu á Instagram eða á Facebook síðunni Bæjarrými í Dalvíkurbyggð. View this post on Instagram A post shared by Bæjarrými (@baejarrymi) Bíó og sjónvarp Dalvíkurbyggð Arkitektúr Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Verkefnið, sem ber nafnið Bæjarrými, er úr smiðju þriggja nemenda í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og er framhald af rannsóknarverkefni sem unnið var árið 2021 af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur landslagsarkitekts sem heitir „Samfélagsmiðlar - Tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða.“ Útgangspunktur verkefnisins er að sögn þeirra að styrkja mannlíf og skapa skemmtilega og áhugaverða áningarstaði fyrir íbúa og ferðamenn á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi. Skreyttur Árskógssandur á sólardegi. Auður Ingvarsdóttir Markmið verkefnisins er að vekja athygli á vannýttum svæðum og rýmum innan þéttbýliskjarnanna í nánu samtali við íbúa. „Þar á meðal með viðhorfskönnun og íbúafundum sem gáfu góða mynd á hvað íbúum finnst aðkallandi og ábótavant í sínu nærumhverfi,“ segir í tilkynningu. Þá hafi til að mynda meirihluta fundist vanta upp á almenningsrými og gróður. Nemendurnir vekja athygli á því að leitast sé við að nota endurnýtanlegt efni frá fyrirtækjum innan sveitarfélagsins til byggingar á. Þá sé skærbleikur mest áberandi í anda hins mikla Barbie æðis sem nú teygir anga sína víða um heim. Áhugasamir geta fylgst áfram með verkefninu á Instagram eða á Facebook síðunni Bæjarrými í Dalvíkurbyggð. View this post on Instagram A post shared by Bæjarrými (@baejarrymi)
Bíó og sjónvarp Dalvíkurbyggð Arkitektúr Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira