Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 12:00 Ævar Pálmi Pálmason leysir Grím Grímsson af sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin í sumar. Vísir Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Sex sitja nú varðhaldi vegna þriggja ólíkra mála þar sem kókaín var sent til landsins í póstsendingum. Flest sem voru handtekin voru af erlendu bergi brotin, en búsett hér. Bæði er um að ræða karla og konur og voru einhverjir Íslendingar í hópnum. „Þetta er sent erlendis frá, falið í einhverjum hlutum og dulbúið eða látið líta út fyrir að vera saklaus sending, sem að tollgæsla eða lögregla kemst á snoðir um,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en kókaínið kom frá Evrópu og er enn verið að rannsaka styrkleika þess. Einnig er til rannsóknar innflutningur á 160 kílóum af hassi en endastöð þess er talin hafa verið Grænland. Afbrotafræðingur sagði í kvöldfréttum í gær skolprannsóknir benda til mikillar neyslu kókaíns hér á landi. Ævar Pálmi tekur undir þetta og segir lögreglu merkja aukningu á innflutningi. Fjöldi hefur einnig verið handtekinn á Suðurnesjum vegna innflutnings síðustu vikur. Spurður hvort að innflytjendur fíkniefna séu að breyta aðferðum sínum segir Ævar Pálmi notkun burðardýra ekki nýja aðferð, en að þeim hafi fjölgað. „Þetta er ekki breyting á aðferð. Þetta er aðferð sem hefur alltaf verið notuð en hins vegar er þetta mikil aukning og hvort þetta sé þá ekki bara aukning á innflutningi, hreinlega. En breyting sem slík er þetta ekki, því þetta er þekkt aðferð sem er oft notuð áður,“ segir Ævar og að einnig berist til landsins stærri sendingar, eins og þær sem séu til rannsóknar núna sem komu með pósti. Alls var lagt hald á sjö kíló af kókaíni í handtökum síðustu viku. Ævar Pálmi segir það mikið magn í stóra samhenginu og að mögulega muni það hafa einhver áhrif á markaðinn. „Sjö kíló af kókaíni er alltaf mikið, en ef það er borið saman við önnur mál, eins og 100 kílóa málið í fyrra, þá virðist það kannski ekki mikið, en þetta er samt mikið. Það má alveg sjá það fyrir sér að þetta hafi einhver áhrif á markaðinn, en ég get ekkert fullyrt um það,“ segir Ævar Pálmi og að lögreglan merki breytingu á markaði eftir að lagt var hald á 100 kíló af kókaíni í fyrra sem ætluð voru til sölu hér á landi. Hann segir eftirspurn eftir kókaíni, og öðrum fíkniefnum, gríðarlega hér á landi. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá virðist þetta nú alltaf koma niður að því að eftirspurnin eftir þessum efnum virðist vera gríðarleg hér á landi,“ segir hann og að það sem lagt hafi verið hald á síðustu vikur sé að mestu kókaín, þótt lögreglan verði einnig vör við MDMA. Amfetamín, eða lokahnykkur þess í framleiðslunni, virðist fara fram hér á landi og þess vegna er ekki eins mikið flutt inn af því. „Eftirspurnin eftir kókaíni, í samfélaginu, virðist vera mjög mikil,“ segir Ævar Pálmi en Rannsókn miðlægrar rannsóknardeildar á innflutningi kókaínsins er enn í fullum gangi. Gæsluvarðhald yfir sexmenningunum rennur út í þessari og næstu viku og hefur ekki verið tekin ákvörðun, að sögn Ævars, hvort óskað verði eftir framlengingu þess. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1. ágúst 2023 20:15 Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 1. ágúst 2023 14:39 160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1. ágúst 2023 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Sex sitja nú varðhaldi vegna þriggja ólíkra mála þar sem kókaín var sent til landsins í póstsendingum. Flest sem voru handtekin voru af erlendu bergi brotin, en búsett hér. Bæði er um að ræða karla og konur og voru einhverjir Íslendingar í hópnum. „Þetta er sent erlendis frá, falið í einhverjum hlutum og dulbúið eða látið líta út fyrir að vera saklaus sending, sem að tollgæsla eða lögregla kemst á snoðir um,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en kókaínið kom frá Evrópu og er enn verið að rannsaka styrkleika þess. Einnig er til rannsóknar innflutningur á 160 kílóum af hassi en endastöð þess er talin hafa verið Grænland. Afbrotafræðingur sagði í kvöldfréttum í gær skolprannsóknir benda til mikillar neyslu kókaíns hér á landi. Ævar Pálmi tekur undir þetta og segir lögreglu merkja aukningu á innflutningi. Fjöldi hefur einnig verið handtekinn á Suðurnesjum vegna innflutnings síðustu vikur. Spurður hvort að innflytjendur fíkniefna séu að breyta aðferðum sínum segir Ævar Pálmi notkun burðardýra ekki nýja aðferð, en að þeim hafi fjölgað. „Þetta er ekki breyting á aðferð. Þetta er aðferð sem hefur alltaf verið notuð en hins vegar er þetta mikil aukning og hvort þetta sé þá ekki bara aukning á innflutningi, hreinlega. En breyting sem slík er þetta ekki, því þetta er þekkt aðferð sem er oft notuð áður,“ segir Ævar og að einnig berist til landsins stærri sendingar, eins og þær sem séu til rannsóknar núna sem komu með pósti. Alls var lagt hald á sjö kíló af kókaíni í handtökum síðustu viku. Ævar Pálmi segir það mikið magn í stóra samhenginu og að mögulega muni það hafa einhver áhrif á markaðinn. „Sjö kíló af kókaíni er alltaf mikið, en ef það er borið saman við önnur mál, eins og 100 kílóa málið í fyrra, þá virðist það kannski ekki mikið, en þetta er samt mikið. Það má alveg sjá það fyrir sér að þetta hafi einhver áhrif á markaðinn, en ég get ekkert fullyrt um það,“ segir Ævar Pálmi og að lögreglan merki breytingu á markaði eftir að lagt var hald á 100 kíló af kókaíni í fyrra sem ætluð voru til sölu hér á landi. Hann segir eftirspurn eftir kókaíni, og öðrum fíkniefnum, gríðarlega hér á landi. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá virðist þetta nú alltaf koma niður að því að eftirspurnin eftir þessum efnum virðist vera gríðarleg hér á landi,“ segir hann og að það sem lagt hafi verið hald á síðustu vikur sé að mestu kókaín, þótt lögreglan verði einnig vör við MDMA. Amfetamín, eða lokahnykkur þess í framleiðslunni, virðist fara fram hér á landi og þess vegna er ekki eins mikið flutt inn af því. „Eftirspurnin eftir kókaíni, í samfélaginu, virðist vera mjög mikil,“ segir Ævar Pálmi en Rannsókn miðlægrar rannsóknardeildar á innflutningi kókaínsins er enn í fullum gangi. Gæsluvarðhald yfir sexmenningunum rennur út í þessari og næstu viku og hefur ekki verið tekin ákvörðun, að sögn Ævars, hvort óskað verði eftir framlengingu þess.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1. ágúst 2023 20:15 Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 1. ágúst 2023 14:39 160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1. ágúst 2023 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1. ágúst 2023 20:15
Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 1. ágúst 2023 14:39
160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1. ágúst 2023 14:40