Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 16:36 Myndir frá réttarhöldunum yfir Navalní innan veggja hámarksöryggisfangelsisins. AP/Alexander Zemlianichenko Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23