Handjárnagjörningurinn skilaði Sindra þúsund fylgjendum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 23:01 Sindri hefur verið handjárnaður við handriðið í rúmlega tvo sólarhringa. Vísir/Steingrímur Dúi Hinum 23 ára gamla Sindra Leví hefur nú tekist að afla sér eitt þúsund fylgjenda eftir að hafa verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur síðan á laugardag. „Ég hætti ekki neinu sem ég byrja á,“segir Sindri um áfangann í samtali við Vísi. Heldur rigningasamt var í miðbænum í gær þegar fréttastofa náði tali af honum. Þá sagðist hann harðákveðinn í að fara ekki úr handjárnunum fyrr en hann næði þúsund fylgjendum. „Ég hef ekki sofið í þrjá daga,“ segir Sindri. Hann segir fólk hafa komið yndislega fram við hann meðan á gjörningnum stóð. Margir hafi fært honum mat og spjallað við hann. „Þetta er eitt það skemmtilegasta og eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir hann. Sindri vekur athygli á að fylgjendatalan á Youtube síðu hans marki ekki raunverulegan fjölda fylgjenda vegna þess hve lengi fylgjendatöluna tekur að uppfærast. Vitaskuld hafi hann sjálfur horft á þúsund manns ýta á Subscribe-hnappinn fyrir framan hann. Aðspurður hvað nú taki við segist Sindri ætla að birta eitt myndskeið í viku með hjálp félaga sinna. Markmiðið með myndböndunum sé að stíga út fyrir kassann, veita fólki innblástur og miðla jákvæðri orku. „Mig langar að fólki líði betur eftir að þau horfa á myndböndin mín heldur en áður en þau gera það,“ segir Sindri. Hann bendir áhugasömum á að enn sé hægt að fylgja honum á Youtube-rásinni Sindri Levi eða hér. Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6. ágúst 2023 15:44 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
„Ég hætti ekki neinu sem ég byrja á,“segir Sindri um áfangann í samtali við Vísi. Heldur rigningasamt var í miðbænum í gær þegar fréttastofa náði tali af honum. Þá sagðist hann harðákveðinn í að fara ekki úr handjárnunum fyrr en hann næði þúsund fylgjendum. „Ég hef ekki sofið í þrjá daga,“ segir Sindri. Hann segir fólk hafa komið yndislega fram við hann meðan á gjörningnum stóð. Margir hafi fært honum mat og spjallað við hann. „Þetta er eitt það skemmtilegasta og eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir hann. Sindri vekur athygli á að fylgjendatalan á Youtube síðu hans marki ekki raunverulegan fjölda fylgjenda vegna þess hve lengi fylgjendatöluna tekur að uppfærast. Vitaskuld hafi hann sjálfur horft á þúsund manns ýta á Subscribe-hnappinn fyrir framan hann. Aðspurður hvað nú taki við segist Sindri ætla að birta eitt myndskeið í viku með hjálp félaga sinna. Markmiðið með myndböndunum sé að stíga út fyrir kassann, veita fólki innblástur og miðla jákvæðri orku. „Mig langar að fólki líði betur eftir að þau horfa á myndböndin mín heldur en áður en þau gera það,“ segir Sindri. Hann bendir áhugasömum á að enn sé hægt að fylgja honum á Youtube-rásinni Sindri Levi eða hér.
Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6. ágúst 2023 15:44 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6. ágúst 2023 15:44