Wayne Brady kemur út sem pankynhneigður Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 12:06 Grínistinn Wayne Brady kom út úr skápnum sem pankynhneigður í gær. EPA/Jason Szenes Leikarinn og grínistinn Wayne Brady hefur komið út úr skápnum sem pankynhneigður. Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People. Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People.
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira