„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 20:37 Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga. Vísir/Einar Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira