Börn send í gin úlfsins Helgi Guðnason skrifar 9. ágúst 2023 08:01 Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun