Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 20:57 Sakborningar gengu huldu höfði til dómsalar í dag. ap Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK. Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK.
Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30