Vægi skráðra hlutabréfa VÍS helmingast á tveimur árum

VÍS skilaði hagnaði upp á rúmlega 840 milljónir á öðrum fjórðungi sem má rekja til þess að virði eignarhlutar tryggingafélagsins í Kerecis var fært upp um liðlega 100 prósent vegna sölunnar til Coloplast. Félagið fjárfesti í ótryggðum skuldabréfum á Arion banka í erlendri mynt á fjórðungnum þar sem það taldi álagið á bréfin vera orðið „óhóflega hátt.“
Tengdar fréttir

VÍS minnkar enn verulega vægi skráðra hlutabréfa í eignasafninu
Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eignasafni VÍS minnkaði samanlagt um liðlega fjóra milljarða á árinu 2022 samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum og aukinni áherslu á að draga úr áhættu í eignasafni tryggingafélagsins. Vægi óskráðra hlutabréfaeigna VÍS er núna orðið nánast jafn mikið og skráðra hlutabréfa félagsins.

Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar
Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið.