Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. ágúst 2023 14:00 Los Olivos golfvöllurinn í Mijas á Costa del Sol er einn 109 golfvalla í Andalúsíu. Getty Images Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna. Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið. Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið.
Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira