Yfirfullt í strætó í gær: Gáfust upp þegar fimmti vagninn keyrði fram hjá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 15:41 Metfjöldi lét sjá sig á gleðigöngunni sem haldin var í blíðskaparveðri í gær. Vilhelm/Ívar Fannar Fjöldi fólks neyddist til að snúa sér að öðrum ferðamátum en strætó eða hreinlega hætta við bæjarferðina vegna yfirfullra strætisvagna sem önnuðu ekki eftirspurn í gær. Íbúi í Hafnarfirði segist hafa snúið aftur heim með börnin sín eftir að fimmti vagninn keyrði fram hjá. Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu. Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu.
Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira