Félagið InfoCapital með helmingshlut í nýjum fagfjárfestasjóði
![Reynir Grétarsson, fjárfestir og eigandi InfoCapital, og Rafn Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Seiglu eignastýringar.](https://www.visir.is/i/86FF0727BE4760D7977A022F9240C72D5379BE96822A8D0D0F406C2EFD934FA0_713x0.jpg)
Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, sem seldi meirihluta sinn í upplýsingatæknitæknifyrirtækinu CreditInfo með um tíu milljarða hagnaði, er langsamlega stærsti hluthafinn í fagfjárfestasjóðnum Seiglu, nýjum sjóði sem hóf starfsemi í fyrra og var með eignir í stýringu upp á liðlega 600 milljónir.