„Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 17:14 Hópurinn ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum. Skjáskot Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. „Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook. Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
„Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook.
Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira