Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 18:38 Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við vatnsauðlindina. Ljóst sé að vatn verði dýrarara í framtíðinni því það þurfi að sækja það um lengri veg. Vísir/Sigurjón Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún. Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún.
Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira