Scion Asset Management, fjárfestingarsjóðurinn sem Burry stofnaði eftir hann hætti störfum sem læknir, keypti sölurétti fyrir tæplega 867 milljónir dala af sjóðnum SPDR S&P 500 ETF Trust og fyrir tæplega 739 milljónir í sjóðnum Invesco QQQ, sem fylgir Nasdaq 100 vísitölunni.
Söluréttir heimila handhafa þeirra að selja fjármálagerninga á fyrirframákveðnu verði.
Þetta kemur fram í 13f-gögnum frá Verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna sem voru birt í gær. Þar segir ekki á hvaða verði söluréttirnir heimila Burry að selja en ljóst er að hann telur vísitölurnar tvær munu lækka. Í frétt Cnn um viðskiptin segir að 1,6 milljarðar dala séu um 90 prósent af eignum Scion Asset Management.
Hagnaðist gríðarlega á hruninu og var leikinn af Christian Bale
Micheal Burry var einn fárra sem sá hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum árið 2008 og veðjaði háum fjárhæðum með því að taka skortstöðu í fjármálagerningum honum tengdum.
Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis ritaði bókina The Big Short um Burry og fleiri sem tóku sömu stöð og hann árið 2010. Árið 2015 var bókin svo kvikmynduð þar sem stórleikarinn Christian Bale lék aðalhlutverkið, sjálfan Burry.