Leiðir draugagöngu um miðborgina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 14:11 Í göngunni verður meðal annars staldrað við Alþingshúsið á Austurvelli þar sem mara, draugur sem ræðst á sofandi fólk, er sögð hafast við á loftinu. Vísir/Vilhelm Trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál og í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur. Í kvöld mun Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur og sagnakona, fara fyrir draugagöngu um miðborg Reykjavíkur. Rölt verður um miðbæinn og stoppað við hin ýmsu hús og staði þar sem sagt að séu draugar eða hafi verið draugar. „Ég mun tala um einkenni og eðli drauganna, og segja frá merkilegum atburðum sem tengjast húsunum og sögum sem tengjast fyrirbærunum. Ég einbeiti mér semsagt að húsunum sem sögurnar tengjast, og sögunni sjálfri,“ segir Björk en í göngunni mun meðal annars vera staldrað við Hótel Borg, Alþingi, Gamla Landsímahúsið og fleiri staði sem tengdir hafa verið við reimleika. Aðspurð um hvort einhver staður sé í sérstöku uppáhaldi nefnir Björk Fógetagarðinn við Aðalstræti, sem áður var kirkjugarðurinn Víkurgarður. „Þetta er merkilegur staður af því að þarna var náttúrulega fyrsti kirkjugarðurinn og það er margar sögur sem hafa sprottið upp í gegnum tíðina sem eru tengdar garðinum.“ Í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Afturgöngur, uppvakningar og fylgjur Björk segir íslenska drauga vera afar fjölbreytta. „Það eru þrjár tegundir af draugum á Íslandi, afturgöngur, uppvakningar og fylgjur. Afturgöngurnar eru draugar sem vilja verða draugar því þeir elska eitthvað eða hata svo mikið þegar þeir lifa að þeir vilja ekki eða geta ekki skilið við það eftir dauðann. Svo eru það uppvakningarnir sem eru útbúnir upp af kunnáttufólki, eða galdrafólki sem vekja upp hinn dauða og senda hann hingað og þangað. Svo eru það fylgjurnar, þeir sem fylgja ákveðnu fólki eða stöðum,“ segir Björk og bætir við að íslenskir draugar séu flestir líkamlegir. „Það er að segja, það er ekki hægt að ganga í gegnum þá.“ Flestir af þeim draugum sem koma við sögu í göngunni eru afturgöngur eða vofur að sögn Bjarkar. Þó eru undantekningar, og nefnir Björk sem dæmi Alþingishúsið, þar sem mara, draugur sem ræðst á sofandi fólk, er sögð hafast við á loftinu. Hótel Borg er einn af þeim stöðum sem stoppað verður á í göngunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Draugarnir komu með landnámsmönnunum Sérsvið Bjarkar eru íslenskar þjóðsögur og þjóðtrú af plöntum, fuglum og steinum, en einnig hefur hún verið að rannsaka og segja frá draugum, göldrum, huldufólki og álfum, skrímslum og Hrekkjavökunni. Líkt og Björk bendir á þá eiga Íslendinga ríka sagnahefð. Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur spila þar oftar en ekki stórt hlutverk og trúin á drauga hefur þannig verið stór hluti af þjóðtrú Íslendinga í gegnum árin. „Draugarnir komu hingað með landnámsmönnunum, sumir sátu með þeim í bátunum, aðrir urðu til þegar fólk fór að deyja í landinu.“ Íslenskar draugasögur náðu hápunkti sínum á 18. og 19. öld en langflestar sögur um drauga eru frá þeim tíma. Þegar skipulögð þjóðsagnasöfnun hófst á Íslandi um miðja 19. öld var draugatrú enn í blóma. Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur DraugagangaVísir/Vilhelm „Ég fjalla um draugana út frá gömlu þjóðsögunum, ég er ekki í neinum miðlapælingum eða slíku. Mér finnst ofboðslega gaman að fræða fólk um þessar þjóðsögur og ég hvet alla til að lesa þær,“ segir Björk jafnframt. Gangan hefst stundvíslega við Ingólfstorg klukkan átta í kvöld. Allir eru velkomnir sem þora og hafa náð aldri til. Björk bendir þó á að gangan sé ekki við hæfi barna og viðkvæmum sálum er ráðlagt að sleppa því algjörlega að koma. Björk tekur þó fram að flestir draugar miðborgarinnar eru frekar vinalegir og viðkunnalegir, en galdra- og verndarstafnum Salómons innsigli verður engu að síður útdeilt til þeirra sem finnast þeir þurfa vernd. „En það er enginn ástæða til að óttast, það er enginn draugur að fara að spretta fram og ráðast á fólkið!“ Hér má finna nánari upplýsingar um draugagönguna. Reykjavík Menning Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
„Ég mun tala um einkenni og eðli drauganna, og segja frá merkilegum atburðum sem tengjast húsunum og sögum sem tengjast fyrirbærunum. Ég einbeiti mér semsagt að húsunum sem sögurnar tengjast, og sögunni sjálfri,“ segir Björk en í göngunni mun meðal annars vera staldrað við Hótel Borg, Alþingi, Gamla Landsímahúsið og fleiri staði sem tengdir hafa verið við reimleika. Aðspurð um hvort einhver staður sé í sérstöku uppáhaldi nefnir Björk Fógetagarðinn við Aðalstræti, sem áður var kirkjugarðurinn Víkurgarður. „Þetta er merkilegur staður af því að þarna var náttúrulega fyrsti kirkjugarðurinn og það er margar sögur sem hafa sprottið upp í gegnum tíðina sem eru tengdar garðinum.“ Í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Afturgöngur, uppvakningar og fylgjur Björk segir íslenska drauga vera afar fjölbreytta. „Það eru þrjár tegundir af draugum á Íslandi, afturgöngur, uppvakningar og fylgjur. Afturgöngurnar eru draugar sem vilja verða draugar því þeir elska eitthvað eða hata svo mikið þegar þeir lifa að þeir vilja ekki eða geta ekki skilið við það eftir dauðann. Svo eru það uppvakningarnir sem eru útbúnir upp af kunnáttufólki, eða galdrafólki sem vekja upp hinn dauða og senda hann hingað og þangað. Svo eru það fylgjurnar, þeir sem fylgja ákveðnu fólki eða stöðum,“ segir Björk og bætir við að íslenskir draugar séu flestir líkamlegir. „Það er að segja, það er ekki hægt að ganga í gegnum þá.“ Flestir af þeim draugum sem koma við sögu í göngunni eru afturgöngur eða vofur að sögn Bjarkar. Þó eru undantekningar, og nefnir Björk sem dæmi Alþingishúsið, þar sem mara, draugur sem ræðst á sofandi fólk, er sögð hafast við á loftinu. Hótel Borg er einn af þeim stöðum sem stoppað verður á í göngunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Draugarnir komu með landnámsmönnunum Sérsvið Bjarkar eru íslenskar þjóðsögur og þjóðtrú af plöntum, fuglum og steinum, en einnig hefur hún verið að rannsaka og segja frá draugum, göldrum, huldufólki og álfum, skrímslum og Hrekkjavökunni. Líkt og Björk bendir á þá eiga Íslendinga ríka sagnahefð. Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur spila þar oftar en ekki stórt hlutverk og trúin á drauga hefur þannig verið stór hluti af þjóðtrú Íslendinga í gegnum árin. „Draugarnir komu hingað með landnámsmönnunum, sumir sátu með þeim í bátunum, aðrir urðu til þegar fólk fór að deyja í landinu.“ Íslenskar draugasögur náðu hápunkti sínum á 18. og 19. öld en langflestar sögur um drauga eru frá þeim tíma. Þegar skipulögð þjóðsagnasöfnun hófst á Íslandi um miðja 19. öld var draugatrú enn í blóma. Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur DraugagangaVísir/Vilhelm „Ég fjalla um draugana út frá gömlu þjóðsögunum, ég er ekki í neinum miðlapælingum eða slíku. Mér finnst ofboðslega gaman að fræða fólk um þessar þjóðsögur og ég hvet alla til að lesa þær,“ segir Björk jafnframt. Gangan hefst stundvíslega við Ingólfstorg klukkan átta í kvöld. Allir eru velkomnir sem þora og hafa náð aldri til. Björk bendir þó á að gangan sé ekki við hæfi barna og viðkvæmum sálum er ráðlagt að sleppa því algjörlega að koma. Björk tekur þó fram að flestir draugar miðborgarinnar eru frekar vinalegir og viðkunnalegir, en galdra- og verndarstafnum Salómons innsigli verður engu að síður útdeilt til þeirra sem finnast þeir þurfa vernd. „En það er enginn ástæða til að óttast, það er enginn draugur að fara að spretta fram og ráðast á fólkið!“ Hér má finna nánari upplýsingar um draugagönguna.
Reykjavík Menning Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira