Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Kristinn Haukur Guðnason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 21:00 Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft flaggað hættunni í aðflugi vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. „Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
„Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira