Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 11:22 Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður og meðstofnandi Godo. Aðsend - Vísir Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira