Við erum að bregðast bændum! Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun