Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 13:50 Börn fylgjast með lendingu Chandrayaan-3 í skóla í Guwahati á Indlandi í morgun. AP/Anupam Nath Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Mikil fagnarlæti brutust út í stjórnstöð leiðangursins í Bengalaru á sunnanverðu Indlandi þegar Chandrayaan-3 lenti á yfirborði tunglsins klukkan 6:04 að staðartíma í morgun, klukkan 0:34 að íslenskum tíma í nótt. Indverjar urðu þá aðeins fjórða þjóðin til þess að lenda geimfari á tunglinu. Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Kínverjar höfðu áður unnið það afrek. Suðurpóll tunglsins þykir sérstaklega spennandi þar sem þar er talið að sé að finna frosið vatn í eilífu myrkri í loftsteinagígum. Vatnið væri lykilauðlind fyrir framtíðarbækistöðvar mannkynsins á tunglinu. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að Luna-25, fyrsta tunglfar Rússa í hálfa öld, sem átti að lenda á suðurpólnum, brotlenti og fórst. Indverjar upplifðu sjálfir misheppnaðan tunglleiðangur árið 2019. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fylgdist með lendingunni í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í BRICS-ráðstefnunni. „Indland er núna á tunglinu. Indland hefur náð til suðurpóls tunglsins, engu öðru landi hefur tekist það. Við verðum vitni að sögunni,“ sagði Modi sigurreifur. Tunglið Geimurinn Tækni Indland Tengdar fréttir Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27 Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Mikil fagnarlæti brutust út í stjórnstöð leiðangursins í Bengalaru á sunnanverðu Indlandi þegar Chandrayaan-3 lenti á yfirborði tunglsins klukkan 6:04 að staðartíma í morgun, klukkan 0:34 að íslenskum tíma í nótt. Indverjar urðu þá aðeins fjórða þjóðin til þess að lenda geimfari á tunglinu. Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Kínverjar höfðu áður unnið það afrek. Suðurpóll tunglsins þykir sérstaklega spennandi þar sem þar er talið að sé að finna frosið vatn í eilífu myrkri í loftsteinagígum. Vatnið væri lykilauðlind fyrir framtíðarbækistöðvar mannkynsins á tunglinu. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að Luna-25, fyrsta tunglfar Rússa í hálfa öld, sem átti að lenda á suðurpólnum, brotlenti og fórst. Indverjar upplifðu sjálfir misheppnaðan tunglleiðangur árið 2019. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fylgdist með lendingunni í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í BRICS-ráðstefnunni. „Indland er núna á tunglinu. Indland hefur náð til suðurpóls tunglsins, engu öðru landi hefur tekist það. Við verðum vitni að sögunni,“ sagði Modi sigurreifur.
Tunglið Geimurinn Tækni Indland Tengdar fréttir Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27 Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03