Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 15:26 Albert Guðmundsson í landsleik á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47
Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25
„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54