Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 10:14 Christie, Pence, DeSantis og Ramaswamy spjalla í hléi. Þeir tókust ansi hart á þegar kappræðurnar voru í gangi. Morry Gash/AP Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira