Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2023 10:39 Donald Trump í Georgíu í gær þar sem hann gaf sig fram. AP Photo/Alex Brandon Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira