Pulisic sjóðandi heitur en Mourinho mátti sætta sig við tap Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:00 Christian Pulisic kom AC MIlan á bragðið í leiknum í kvöld með sínu öðru marki í jafnmörgum leikjum. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. AC Milan vann góðan sigur á heimavelli en lærisveinar Jose Mourinho í Roma fóru fýluferð til Verona. Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira