Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 23:02 Íbúar í nágrenninu standa saman í hring og biðja fyrir fórnarlömbum árásarinnar. AP/John Raoux Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira