Gerði 30 þúsund armbeygjur og hnébeygjur í júlí Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 20:04 Kristgeir Kristinsson, armbeygju- og hnébeygju kóngur, sem býr á Hellissandi og kennir m.a. Crossfit á Rifi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir Kristinsson á Hellissandi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að gera armbeygjur og hnébeygjur því hann gerði þrjátíu þúsund slíkar í síðasta mánuði. Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir. Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir.
Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira