Ályktanir VG: Fullur stuðningur við Svandísi og engar flóttamannabúðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2023 09:12 Flokksráðsfundur Vinstri grænna fór fram á Flúðum um helgina. VG „Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, um framkvæmd nýrra útlendingalaga. Á flokksráðsfundinum var meðal annars ályktað um útlendingamál, dýravelferð og auðlindir í almannaeigu. Ljóst er að margar ályktananna ganga í berhögg við stefnu samstarfsflokka VG. „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Flúðum 26.-27. ágúst 2023, mótmælir vinnubrögðum við framkvæmd nýrra útlendingalaga hvað varðar þjónustumissi þeirra, sem hlotið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að 30 dögum liðnum,“ segir meðal annars. Framkvæmdin megi ekki verða til þess að fólk sé skilið eftir á götunni, sem sé grafalvarlegt og í hróplegu ósamræmi við það samfélag sem Íslendingar vilji búa í. Tryggja verði grundvallarmannréttindi þeirra sem missa þjónustu. Hvað dýravelferð varðar segist flokksráðsfundurinn fagna aukinni umræðu um velferð dýra og hvetja matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, til að „taka á þeim vanda sem snýr að dýravelferðareftirliti Matvælastofnunar og efla það þannig að farið verði eftir öllum reglugerðum um velferð búfjár“. „Fundurinn telur að atvinnustarfsemi sem ekki getur staðist kröfur um velferð dýra eigi sér ekki framtíð á Íslandi,“ segir í ályktuninni en í sérstökum ályktunum um hvalveiðar og blóðmerahald er lýst yfir fullum stuðningi við ákvarðanir ráðherra í tengslum við fyrrnefnda og hvatt til endurskoðunar á síðarnefnda. Auðlindir í þjóðareign og áfengið áfram hjá ríkinu Flokksráðsfundurinn ítrekaði í ályktun mikilvægi þess að ákvæði yrði bætt við stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareign. „Ísland byggir tilvist sína á náttúruauðlindum og það hefur aldrei verið mikilvægara að setja þá grundvallarreglu að þær séu þjóðareign, skýrar reglur gildi um mögulega nýtingu þeirra og tryggt sé að hún sé sjálfbær. Það á við um fiskinn í sjónum, orku, vatn, jarðefni á landi og á hafsbotni, ósnortna náttúru og allar aðrar þær auðlindir sem finna má í náttúru Íslands. Tryggja þarf fullt gagnsæi og jafnræði við veitingu nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma í senn og að sanngjarn arður renni til þjóðarinnar,“ segir í ályktuninni. Þá þyrfti að tryggja almenningi á Íslandi forgang að fersku og ómenguðu vatni um alla framtíð. Það væri þjóðaröryggismál að setja lög sem tryggðu „eðlilega rýni“ á erlenda fjárfestingu, ekki síst í auðlindum eða rekstri þeim tengdum. Flokksráðsfundurinn ályktaði einnig um áfengi og forvarnir og sagði að setja þyrfti viðeigandi hömlur „gegn ásókn þeirra aðila sem sækja fast eftir því að græða sem mest á óheftri dreifingu og sölu á þessu útbreiddasta fíkni- og vímuefni hér á landi“. Þá þyrfti að standa vörð um menningarverðmæti. Menningarstarfsemi væri byggð upp á löngum tíma „en það er fljótgert að leggja hana niður og eyðileggja það sem hefur tekið áratugi eða lengur að safna og varðveita, ekki bara fyrir daginn í dag heldur til lengri tíma litið. Það eru skammsýnir ráðamenn sem fara með offorsi og eyðileggingu gegn sögunni, hún mun síðar dæma þá,“ segir í ályktun. Bankarnir og loftslagsváin Í ályktun um aðgerðir gegn loftslagsvá og hamfarahlýnun segir að brýnt sé að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda og kolefnishlutleysi árið 2040. Orkuskipti séu mikilvæg en meira þurfi til. Þar er meðal annars talað um möguleikann á því að takmarka komur skemmtiferðaskipa til landsins. Þá segir að allar ákvarðanir um frekari orkunýtingu þurfi að taka á faglegum grunni þar sem hugað er að náttúruvernd. „Tryggja þarf í lögum að almenningur hafi forgang að orku og vatni og taka þarf mið af til hvers orkan er ætluð áður en tekin er ákvörðun um nýtingu hennar. Hið opinbera þarf að setja reglur til að koma í veg fyrir grænþvott sem er alþjóðlegt og stigvaxandi vandamál í öllum geirum. Þar þarf eftirlit og heimildir til að taka á slíkum málum,“ segir í ályktuninni. Flokksráðsfundurinn ályktaði einnig um nýtt fyrirkomulag á eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum en þar er áréttað að fullnusta þurfi ákvörðun um að leggja Bankasýslu ríkisins niður. Þá segir að ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð Bankasýslunnar við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tryggja þurfi lýðræðislega aðkomu og ríkan skilning á þeim lögmælum sem eigi að gilda um rekstur félaga í almannaeigu hvað varðar gagnsæi, almannahagsmuni og fyrirmyndar viðskiptahætti. „Þá hvetur fundurinn til þess að þau skref sem stigin voru á síðasta kjörtímabili til að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi verði metin og tekið til skoðunar að lögfesta fullan aðskilnað.“ Hér má finna allar ályktanir flokksráðsfundarins. Vinstri græn Íslenskir bankar Orkumál Orkuskipti Dýraheilbrigði Hvalveiðar Blóðmerahald Áfengi og tóbak Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. 28. ágúst 2023 08:55 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Á flokksráðsfundinum var meðal annars ályktað um útlendingamál, dýravelferð og auðlindir í almannaeigu. Ljóst er að margar ályktananna ganga í berhögg við stefnu samstarfsflokka VG. „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Flúðum 26.-27. ágúst 2023, mótmælir vinnubrögðum við framkvæmd nýrra útlendingalaga hvað varðar þjónustumissi þeirra, sem hlotið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að 30 dögum liðnum,“ segir meðal annars. Framkvæmdin megi ekki verða til þess að fólk sé skilið eftir á götunni, sem sé grafalvarlegt og í hróplegu ósamræmi við það samfélag sem Íslendingar vilji búa í. Tryggja verði grundvallarmannréttindi þeirra sem missa þjónustu. Hvað dýravelferð varðar segist flokksráðsfundurinn fagna aukinni umræðu um velferð dýra og hvetja matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, til að „taka á þeim vanda sem snýr að dýravelferðareftirliti Matvælastofnunar og efla það þannig að farið verði eftir öllum reglugerðum um velferð búfjár“. „Fundurinn telur að atvinnustarfsemi sem ekki getur staðist kröfur um velferð dýra eigi sér ekki framtíð á Íslandi,“ segir í ályktuninni en í sérstökum ályktunum um hvalveiðar og blóðmerahald er lýst yfir fullum stuðningi við ákvarðanir ráðherra í tengslum við fyrrnefnda og hvatt til endurskoðunar á síðarnefnda. Auðlindir í þjóðareign og áfengið áfram hjá ríkinu Flokksráðsfundurinn ítrekaði í ályktun mikilvægi þess að ákvæði yrði bætt við stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareign. „Ísland byggir tilvist sína á náttúruauðlindum og það hefur aldrei verið mikilvægara að setja þá grundvallarreglu að þær séu þjóðareign, skýrar reglur gildi um mögulega nýtingu þeirra og tryggt sé að hún sé sjálfbær. Það á við um fiskinn í sjónum, orku, vatn, jarðefni á landi og á hafsbotni, ósnortna náttúru og allar aðrar þær auðlindir sem finna má í náttúru Íslands. Tryggja þarf fullt gagnsæi og jafnræði við veitingu nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma í senn og að sanngjarn arður renni til þjóðarinnar,“ segir í ályktuninni. Þá þyrfti að tryggja almenningi á Íslandi forgang að fersku og ómenguðu vatni um alla framtíð. Það væri þjóðaröryggismál að setja lög sem tryggðu „eðlilega rýni“ á erlenda fjárfestingu, ekki síst í auðlindum eða rekstri þeim tengdum. Flokksráðsfundurinn ályktaði einnig um áfengi og forvarnir og sagði að setja þyrfti viðeigandi hömlur „gegn ásókn þeirra aðila sem sækja fast eftir því að græða sem mest á óheftri dreifingu og sölu á þessu útbreiddasta fíkni- og vímuefni hér á landi“. Þá þyrfti að standa vörð um menningarverðmæti. Menningarstarfsemi væri byggð upp á löngum tíma „en það er fljótgert að leggja hana niður og eyðileggja það sem hefur tekið áratugi eða lengur að safna og varðveita, ekki bara fyrir daginn í dag heldur til lengri tíma litið. Það eru skammsýnir ráðamenn sem fara með offorsi og eyðileggingu gegn sögunni, hún mun síðar dæma þá,“ segir í ályktun. Bankarnir og loftslagsváin Í ályktun um aðgerðir gegn loftslagsvá og hamfarahlýnun segir að brýnt sé að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda og kolefnishlutleysi árið 2040. Orkuskipti séu mikilvæg en meira þurfi til. Þar er meðal annars talað um möguleikann á því að takmarka komur skemmtiferðaskipa til landsins. Þá segir að allar ákvarðanir um frekari orkunýtingu þurfi að taka á faglegum grunni þar sem hugað er að náttúruvernd. „Tryggja þarf í lögum að almenningur hafi forgang að orku og vatni og taka þarf mið af til hvers orkan er ætluð áður en tekin er ákvörðun um nýtingu hennar. Hið opinbera þarf að setja reglur til að koma í veg fyrir grænþvott sem er alþjóðlegt og stigvaxandi vandamál í öllum geirum. Þar þarf eftirlit og heimildir til að taka á slíkum málum,“ segir í ályktuninni. Flokksráðsfundurinn ályktaði einnig um nýtt fyrirkomulag á eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum en þar er áréttað að fullnusta þurfi ákvörðun um að leggja Bankasýslu ríkisins niður. Þá segir að ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð Bankasýslunnar við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tryggja þurfi lýðræðislega aðkomu og ríkan skilning á þeim lögmælum sem eigi að gilda um rekstur félaga í almannaeigu hvað varðar gagnsæi, almannahagsmuni og fyrirmyndar viðskiptahætti. „Þá hvetur fundurinn til þess að þau skref sem stigin voru á síðasta kjörtímabili til að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi verði metin og tekið til skoðunar að lögfesta fullan aðskilnað.“ Hér má finna allar ályktanir flokksráðsfundarins.
Vinstri græn Íslenskir bankar Orkumál Orkuskipti Dýraheilbrigði Hvalveiðar Blóðmerahald Áfengi og tóbak Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. 28. ágúst 2023 08:55 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. 28. ágúst 2023 08:55